Stracta Hotel Mosfell

Rótin – Ítalskur veitingastaður og bar á Hellu

Velkomin á Rótina – þar sem ítölsk matargerð mætir ferskleika íslenskrar náttúru.

Á Rótinni leggjum við metnað í að bjóða upp á handgerðar pizzur og pastarétti, ásamt úrvali af kokteilum og vönduðum vínum.

Rótin er tákn um ferskt hráefni og matarmenningarlegar hefðir.

Opnunartímar:

17:00 – 21:00

Happy Hour á barnum: 16:00 – 18:00

Matseðill

Antipasto - Léttir réttir

Primo - Forréttir

Secondo - Aðalréttir

Pizza

Eftirréttir

Okkar saga

Veitingastaðurinn Rótin dregur nafn sitt af sögulegum rótum og persónulegri tengingu við staðinn.

Árið 1974 opnuðu þeir Jón Óskarsson og Einar Kristinsson Hótel Mosfell hér á Hellu. Mosfell varð fljótt ómissandi hluti af samfélaginu og hefur tekið á móti gestum með hlýju í áratugi.

Nú er hótelið aftur komið í hendur fjölskyldu Jóns og Rótin er tákn um tengingu við upprunann, fjölskylduna og söguna sem lifir áfram í staðnum.

Við eldum mat frá grunni, með fersku hráefni og ítalskri matarmenningu í forgrunni – en hjartað er hér, á Hellu.

Gjörið svo vel – og njótið.

Pizza Parma & rucola
Tígrisrækju tagliatelle
Pizza Pepperoni
Fennel & limoncello grafinn bleikja
Gnocchi með strengjabaunum
Hægeldað Lamba innralæri