Stracta Hotel Mosfell

Rótin – Ítalskur veitingastaður og bar á Hellu

Velkomin á Rótina – þar sem ítölsk matargerð mætir ferskleika íslenskrar náttúru. Á Rótinni leggjum við metnað í að bjóða upp á handgerðar pizzur og pastarétti, ásamt úrvali af kokteilum og vönduðum vínum.

Rótin er tákn um ferskt hráefni og matarmenningarlegar hefðir.

Opnunartímar:
Sunnudaga til miðvikudaga: 17:00 – 21:00
Fimmtudaga til laugardaga: 17:00 – 22:00

Matseðill

Antipasti

Secondi

Primo

Pizza

Eftirréttir

Okkar saga

Veitingastaðurinn Rótin dregur nafn sitt af sögulegum rótum og persónulegri tengingu við staðinn.

Árið 1974 opnuðu þeir Jón Óskarsson og Einar Kristinsson Hótel Mosfell hér á Hellu. Mosfell varð fljótt ómissandi hluti af samfélaginu og hefur tekið á móti gestum með hlýju í áratugi.

Nú er hótelið aftur komið í hendur fjölskyldu Jóns og Rótin er tákn um tengingu við upprunann, fjölskylduna og söguna sem lifir áfram í staðnum.

Við eldum mat frá grunni, með fersku hráefni og ítalskri matarmenningu í forgrunni – en hjartað er hér, á Hellu.

Gjörið svo vel – og njótið.